2/12/2014

4 af 101

Jæja, þá er komið að fyrstu myndbirtinginum í þessu markmiði. Það var hægara sagt en gert að finna svona marga hluti, ekki að ég eigi erfitt með að gleðjast heldur er bara erfitt að finna svona hluti undir pressu, það komst heldur ekkert annað að en sumarið, sól, blár himinn, hlýtt loft, grænt gras og miðbæjarhangs. Já ég er orðin frekar örvæntingarfull og sýni þessum klaka enga biðlund.

Allavega, til þess að ég verði ekki allt árið að þessu þá hugsa ég að það sé sniðugt að birta nokkrar myndir í einu. Það vildi svo til að ég átti fullt af þessu sem gleður mig, greinilega mjög meðvituð um þetta svona almennt. En það verður samt misjafnt hvort myndirnar koma úr símanum eða betri vélinni, fer eftir hvað er við hendina og hvað er hentugt. Í kvöld er ég t.d. frekar þreytt, þetta lífshlaup er alveg að fara með mig, þannig að það verða bara símamyndir.

En here goes, fyrstu 4 myndirnar í myndaseríunni '101 hlutir sem gleðja mig' (þetta eru samt ekki allt hlutir, sumt af þessu er fólk sko)

1. Frekna. Þessi hundur hefur verið nánast ekkert nema gleðigjafi frá því að hún hlammaði sér inn í líf mitt. Ég segi nánast af því að það hafa komið tímar þar sem hún gert mann gráhærðan með því að stela matnum manns, borða síðustu konfektmolana sem þú varst búin að geyma, hlamma sér og sínum rúmlega 20 kg ofan á þig eins og hún sé chihuahua og næstum því valda árekstrum með því að gelta í tíma og ótíma í bílferðum. En hún er líka fáránlega blíð, klár og fyndin. Það væri t.d. hægt að helluleggja heilt bílaplan með öllum steinunum sem hún hefur dregið heim úr labbitúrum. En já, ég ætla ekki að fjölyrða meira um þetta fyrirbæri sem kallast Frekna, myndin segir allt.


2. Að bíða eftir því að fara til útlanda. Tilfinningin að labba inn í Leifsstöð, fá sér næringu á 300% álagningu og kaupa sér tímarit sem þú myndir annars ekki gera. Priceless!


3. YogiTea! Ég einfaldlega elska þetta te og kvótin þeirra, þau án gríns gera daginn minn betri, þið fáið tvær myndir því ein er einfaldlega ekki nóg!One minute of laughing equals one hour of life. 
Awwwwww

4. Fallegt útsýni. Á hverjum degi lít ég út um eldhúsgluggann okkar og dáist að þessu yndislega útsýni sem við höfum, það veitir mér kraft að sjá svona langt. Það er líka eitthvað svo yndislegt við kyrrðina sem ríkir yfir borginni á ákveðnum tímum, það gefur mér orku.  Jæja þá er þetta markmið loksins komið af stað. Ég hélt að mér myndi aldrei takast það. Næst á dagskrá er að finna mér tattoo, stað til að setja það á og bíómynd til að sjá ein.

Þangað til næst.

No comments: