Síður

2/23/2014

Í fullri einlægni

Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að opinbera þessi markmið mín. Finn að ég hef verið meira með hugann við þau að reyna að klára þau. 

Á sama tíma hef ég samt líka verið að velta svona markmiðasetningum fyrir mér. Á maður að setja sér markmið eða á maður bara að gera það sem manni fokking langar til? 

Ég hef svo sem ekki komist að neinni niðurstöðu en það hefur verið ágætt fyrir mig að hafa svona lista því það ýtir við mér. En ég er samt á því að sum markmiðin sem ég setti mér eru bara plain tilgangslaus og það er það sem ég ætla að ræða við ykkur.

Þetta með að taka myndir af 101 hlut sem gleður mig, kræst hvað þetta er tilgangslaust, tilgerðarlegt og eitthvað fleira sem byrjar á til. 

Það eru ekki hlutir sem gleðja mig. Það er fólk, aðstæður og ég sjálf. Það sem gleður mig og heldur mér hamingjusamri er ég sjálf og ég get alveg tekið 101 mynd af mér brosandi en ég veit ekki hversu lengi þið mynduð endast í því.

Það er fínt ef þetta virkar fyrir einhvern en ég komst að því að ég er nokkuð þróuð í þessum málum. Ég horfi í kringum mig og brosi af engri ástæðu, þakklát fyrir það að vera til, þakklát fyrir að búa við svona mikið öryggi og fyrst og fremst þakklát fyrir það sem ég hef áorkað og þann stað sem ég er á í lífinu. 

Því hef ég ákveðið að yfirgefa þetta fáránlega markmið og breyta því í að gerast reglulegur styrktaraðili Barnaspítala Hringsins, er það ekki annars í tísku?

Næst skulum við aðeins ræða þessa umræðu með að ''lifa í núinu'' (oj).

Þangað til næst.
Gleðilega nýja viku.

No comments: