Síður

1/27/2013

Af prinsessum og innblæstri

Þetta er búið að vera miiikið löt helgi þannig að pósturinn í dag verður tileinkaður fallegum heimilishugmyndum. Ég er og hef alltaf verið mikið fyrir að skreyta í kringum mig. Ég er líka alveg breytióð. Snéri öllu við í gamla herberginu á nokkurra mánaða fresti. Nú er það aðeins erfiðara þegar maður er í íbúð en í staðinn er ég bara alltaf að breyta öllu í hillunum og færa litlu hlutina til. Þetta er eiginlega smá bilun...

Hérna koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem ég væri alveg til í að sækja smá innblástur í.

Ég er voðalega hrifin af því að umkringja mig með minningum í formi ljósmynda af vinum og vandamönnum. Þetta finnst mér skemmtileg hugmynd á langa veggi sem maður er í vandræðum með til dæmis.

Mynd fengin héðan

Fáránlega brilliant hugmynd!
Mynd fengin héðan

Elska bókakróka, það er mission að eiga góða lesaðstöðu, verður kannski ekki alveg svona en kósí skal það vera!
Myndir fengnar héðan og héðan

Er vandræðalega skotin í seríum yfir rúmi eða allavega í svefnherberginu. Það er alveg svona prinsessufílíngur í þessu sem er ekki beint minn stíll en það er eitthvað sem heillar. Ætti kannski ekki að segja frá því en ég er enn með hvítu jólaseríurnar uppi. Það er bara ennþá svo dimmt þannig að það má...
Myndir fengnar héðan og héðan

Mynd fengin héðan

Jæja ... þetta var innblástur / draumapóstur helgarinnar. 
Vonandi verður mánudagurinn ykkar frábær, er alveg staðráðin í því að gera minn besta mánudaginn í þessari viku! 

Þangað til næst.
Prinsessukveðjur.

2 comments:

Anonymous said...

Vorum einmitt að skoða íbúð um daginn (sem ég er rosalega skotin í! Segi þér á morgun ;) ) sem er með svona langan gang og ég hugsaði einmitt hvað mundi maður setja á vegginn hérna. Kannski ekki vitlaust að hafa svona langan borða (og jafnvel nokkra af þeim) yfir allan veginn og hengja svo myndir á með sætum klemmumm.. Ætli það sé bögg að dusta rykið af þessu? :O

Margret said...

Nei það er bara allsekki vitlaus hugmynd! Og ryk er ekki vandamál hjá svona fullkomnum húsmæðrum og feðrum eins og við erum, að þú skulir spurja María! ;)

Annars hlakka ég mikið til að heyra af nýjast skotinu á morgun :D