3/04/2013

Chili með nýrnabaunum

Í dag gerði ég mitt fyrsta Chili. Það var ekki flókið og lyktaði mjög vel, hugsa að ég noti afganginn yfir spaghettí á morgun.


Uppskriftin er laukur, hvítlaukur, paprika, baunir, kúmmin, chilikrydd, salt, tómatar í dós og svo setti ég þetta ofan á tortillaköku.

Mjög gott ... ætla samt að muna að nota minna af baunum næst, ég er enn að læra á skammtana. Setti mínar fyrstu baunir í bleyti í morgun og það kom mér á óvart að þær uxu á meðan ég var í vinnunni. Jebb ... ég hef enga reynslu í baunaeldamennsku en það er líka það sem er svo gaman við þetta.

4 dagurinn án kjöts og mjólkuvarnings og mér líður vel. Ég áttaði mig því í dag að þetta er það lengsta sem ég hef verið án hvort tveggja frá því ég hóf neyslu mína á þessum dásemdarvörum.

Þetta er allt mjög spennandi og ég er spennt á hverjum degi að ég fylgjast með áhrifunum sem þetta hefur á mig.

Enn sem komið er hef ég verið mjög ánægð með aðgengi í búðum. Það hefur komið mér á óvart að ég finn alltaf allt sem ég leita að og það er yfirleitt ekkert mál, fæst í Bónus, Krónunni eða Hagkaup, Nettó hafa líka verið mjög öflugir. Þannig að ... enn sem komið er, get ég ekki kvartað yfir því.

All in all, ég er bara góð sko.

Þangað til næst.
Baunakveðjur.

No comments: