3/21/2013

Kjúklingabaunakarríréttur (rosa góður, ég lofa)

Ég veit að ég hef ekkert verið neitt sérlega dugleg að blogga, a.m.k. ekki eins dugleg og ég ætlaði mér en hér er ég enn, vegan í 21 dag. Á þessu stigi málsins er þetta orðið frekar effortless, það er hægt að búa til allt með rosalega miklu magni af grænmeti að það er eiginlega frekar magnað. Ég fann þessa uppskrift um daginn á hjá cafesigrun.com. Mér fannst hún alveg dásamlega góð og ennþá betri daginn eftir þegar kryddin og grænmetið voru búin að liggja saman yfir nótt. 


 Ég notaði lauk, papriku, gulrót, hvítlauk og blómkál


Byrja á því að steikja laukinn uppúr kókosolíu í nokkrar mínútur, leyfa honum að svitna og mýkjast aðeins
Bæta síðan 2 msk af curry paste, 3 msk af tómatpúrru og chili kryddi eftir smekk útá og steikja laukinn uppúr því í smástund


Bæta við restinni af grænmetinu og leyfa því að veltast aðeins um í kryddinu
Bæta síðan 1 dós af kókosmjólk og 1 dós af niðursoðnum tómötum út í ásamt 2 grænmetisteningum og kjúklingabaunum 


Voila! Þetta borðuðum við með heimagerðu hvítlauksbrauði og hrísgrjónum, omnom! Og ennþá betra í tortillu með spínati daginn eftir. 


Líðanin er fín, ég sé ekki mikinn mun á mér ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Ég verð að viðurkenna að ég er að verða smá smeyk við að borða kjöt eftir að mars lýkur. Ég veit ekkert hvaða ákvörðun ég tek í framhaldi af þessu en mér hefði aldrei dottið í hug að mér ætti eftir að líða ''asnalega'' við að hugsa um kjöt sem mat.

Kemur allt í ljós. Páskadagur verður án efa mjög skrítinn.

Þangað til næst.
Samviskukveðjur.


1 comment:

Liliana Garcia said...

Hi

Great Blog!

I’m following your blog, i hope you follow my :)

http://umblogfashion.blogspot.com

Kiss,
Liliana

Check out my blog: Um Blog Fashion

Check out my bloglovin: Bloglovin - Um Blog Fashion