3/09/2013

Vika af vegan

Jæja ... þá er rúmlega vika búin af vegan mataræði. Líðanin er mjög góð, ég passa mig að taka vítamín og fá prótein úr baunum, hnetum og fræjum. Búin að prófa mig áfram með allskonar matargerð, sumt hefur heppnast og annað ekki. Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi Sheese, sem er vegan ostur. Það er einkennilegt plastbragð af honum og lyktin er vægast sagt ógleðisvaldandi. Þar af leiðandi hef ég eiginlega alveg sleppt ost í matargerð þessa vikuna. Það er líka bara ákveðið challenge og gaman að finna nýjar uppskriftir sem ég mun örugglega nota þegar mars er búinn. Í fyrradag eldaði ég hrísgrjónarétt og setti hann í tortillu með avacadó/lauk mixi. Verulega gott. 


Og svo dekraði maður smá við sig og fékk sér ''ís'', þ.e.a.s. kókosmjólk, jarðaber og agave síróp. Endaði meira eins og jógúrt en það var líka bara fínt. 


Nú er ég á fullu að finna indverskar grænmetisuppskriftir, það er ekki skortur á þeim. Ætla að vera duglegri að elda í næstu viku, nú þegar ég er búin að prófa baunir og allskonar kryddmix er ég komin með aðeins betri hugmynd um hvað ég fíla og hvað ekki. Ég er t.d. ekki mikill aðdáandi nýrnabauna en mér finnst kjúklingabaunir mjög fínar.

Ætla að henda í eitt vegan bananabrauð og fara svo að gera mig til fyrir árshátíð.

Þangað til næst.
Helgarkveðjur!

No comments: