Síður

8/04/2011

Blekkingar Hollywood

Þær eru ófáar, í raun svo margar að ógerlegt er að fara yfir þær í einum pistli. Ein sérstök blekking hefur alltaf vakið áhuga minn. Í þættinum Pretty Little Liars segir frá fjórum ungum dömum sem eiga að vera í kringum 16-17 ára aldurinn í litlu smáþorpi í Bandaríkjunum. Þær deita gæja og gellur og eiga bræður og systur á svipuðum aldri þannig að það er mikið um unglinga í þessum þáttum. Það sem er áhugavert við þetta er að stelpan sem þátturinn snýst allur um er fædd 1996, hún er rétt nýorðin 15 ára. Elsta leikkonan sem á að vera 16 ára er fædd 1979 og er því 32 ára. Það hlýtur að teljast undarlegt að vera 14 ára (hún var það þegar þættirnir byrjuðu) að vinna með manneskju sem er helmingi eldri en þú og eiga að vera á svipuðum aldri. Þetta er bara ein sjúk blekking sem Hollywood heldur að okkur. Ein af mörgum.

Þoli ekki þegar ég klikka í hugsunarleysi á linka sem leiða mig inn á bleikt.is, menn.is, lífið á vísi eða smartland Mörtu (hrollur). Mér byrjar ósjálfrátt að líða verr með sjálfa mig, enda kannski ekki skrítið þegar ,,frétta"titlarnir eru

,,Dregur úr hrukkum og strekkir húðina"
,,Sumir eru í klikkuðu formi"
,,Hörkukroppur korter eftir fæðingu"
,,Heidi Klum hleypur af sér spikið" (ha ha ha)
,,10 ára fyrirsæta slær í gegn" (ok ha?!)
,,Svona heldur Gaga sér í formi"
,,Fáðu seiðandi augnaráð á einni mínútu"
,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
,,Vertu súperflott á 5 mínútum"

Útlit, útlit, útlit ... svo á sömu síðu má finna uppskriftir að kökum sem eru minnst 12.000 hitaeiningar og réttlætingar fyrir því af hverju þú mátt alveg við því að baka þér eina svona og éta yfir Sex and the City.

Andskotinn. Ég veit að þetta var sko ekki upplífgandi blogg en svona staðreyndir eru það ekki heldur. Við verðum að vera meðvituð um það sem við skoðum, lesum, sjáum og heyrum. Gagnrýna allt og trúa engu. Það er mottóið mitt! Ætla ekki örugglega allir í Róttæka sumarháskólann? 

Þegar maður verður vitni að óréttlæti þá verður maður svo andskoti reiður. Þegar ég heyri fólk segja að nú séu málefni femínista í höfn og að þær geti bara hætt þessu verð ég pirruð. Femínisti er ekki bara hvít miðaldra kona að berjast fyrir réttindum hvítra miðaldra bisness kvenna! Femínistar geta verið svartir, hvítir, gulir, feitir, mjóir, ungir og aldnir að berjast fyrir réttindum annarra kvenna sem eru á hverjum degi beittar gríðarlegu óréttlæti og fá að kenna á því bara vegna þess að þær fæddust með píku en ekki typpi. Kvenmaður getur selt líkama sinn fyrir húsaskjól og skammt af heróíni. Getur karlmaður gert það sama? Myndi einhver kona kaupa líkamann á karlmanni og veita honum í staðinn eiturlyf og húsaskjól? Hvað segið þið?

Femínisti er ekki sá sem hatar karlmenn og vill að allir karlmenn verði geldir. Það er bara klikkuð kona og talar ekki fyrir hönd femínista, það er svo mikið common sense að mér finnst hálf fáránlegt að nefna það. En staðreyndin er sú að það þarf að tala um þetta. Það þarf að tala um ansi mikið í samfélaginu okkar. Óréttlæti, eiturlyf, áfengisfíkn, geðsjúkdóma, vændi. Ég vík að því seinna. Þetta er gott í bili.

Þangað til næst.

2 comments:

Anonymous said...

Heyr heyr!

-Antonía

P.S. Ég var búin að skrifa comment við fullt af færslum hérna um daginn en svo var ég að skoða núna og þá eru þau horfin! Ég skil þetta ekki, þetta hlýtur að vera samsæri?

Anonymous said...

Ég elska reiði þína Magga, nú þarf ég ekki að vera eins reið.. einhver annar sér um smá skammt af því :)

,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
HAHA SNILLD :D