Þá er fjögurra daga afmælishelgi liðin undir lok. Þjófstartaði á föstudeginum með vinkonuhitting á Nings, kaffihúsi og toppað með bíó. Laugardeginum eytt í verslunarráp og grillveislu. Sunnudeginum í Kolaports/Þjóðminjasafns/Hallgrímskirkjurúnt með tveimur uppáhalds og toppað með Ruby Tuesday og annarri bíóferð og dagurinn í dag notaður í hamingjuóskir, gjafir, kökur, pönnukökur og fullt af ást! Vá ... mér finnst ég svo lukkuleg að ég veit varla hvað ég á að segja eða hvernig ég get þakkað nóg fyrir mig. Ég ætla bara að enda þessa færslu á myndaseríum frá helginni. Takk fyrir mig enn og aftur og vonandi var helgin ykkar jafn frábær og mín.
Meira á www.flickr.com/photos/mluthersdottir
Þangað til næst.
No comments:
Post a Comment