Síður

8/11/2011

Hremmingar dagsins

Ég má til með að segja ykkur sögur af klaufaskap mínum. Ég er alræmd fyrir brussuskap, gleymsku og almennt fyrir að vera sveimhugi. Dagurinn í dag var ekki undanskilin. Mig hefur lengi langað til að föndra minn eigin kökudisk og fékk því þá flugu í hausinn að finna mér diska og skotglös í Góða Hirðinum og líma það saman með glerlími og spreyja svo með lit að eigin vali. Það tók mig tvær ferðar og þrjá daga að safna öllu þessu saman, finna réttu diskana, glösin og velja lit (getur verið flókið). Eftir vinnu í dag var ég loksins komin með allt og hófst þá handa. Til að byrja með leit þetta svona út, 3 fullkomnir diskar ásamt skotglösum til að tengja á milli. 


 Eftir að límið þornaði leit kökustandurinn svona út svo ég setti hann í pappakassa til þess að spreyjið færi sem minnst út fyrir.


Eeeen ég með minn klaufaskap ákvað að lyfta kassanum án þess að átta mig á því að botninn væri ekki límdur þannig að diskurinn smallaðist á grjóthörðu stéttinni og ég sat með galopinn munn með tárin í augunum. Þetta líkist helst blóðbaði. 


Til að toppa hremmingarnar skar ég mig á 3 stöðum í lófanum við að reyna týna þetta saman í svekkelsi og læsti mig síðan úti til að bæta kolsvörtu ofan á svart. En ég hélt samt ótrauð áfram og ákvað að mála bara ekki neitt heldur bara að líma diska og kertastjaka saman. Það kom svona helvíti skemmtilega út. 



Sveppurinn er keyptur í Garðheimum, fannst hann skemmtileg viðbót.


Svo þetta er sagan af því hvernig ég lærði af reynslunni og bjó samt til þrjá kökudiska. Í öðrum fréttum er þetta helst.



Er haustið ekki bara að koma? Elliðárdalurinn var ansi haustlegur í fyrrakvöld.

Þangað til næst.

2 comments:

Anonymous said...

Oooh, hughreystingarknús til þín! Samt asskoti flottir kertastjakakökudiskarnir sem þú endaðir á að gera : )
Kossar og knús frá Prag - kannski ætti ég að taka þig sem rolemodel og sjá hvort ég finni einhverja svona ódýra diska í second hand búð hérna! það er ekkert betra en kökudiskar with a bit of history ho ho ho..

-Antonía

Auður said...

Snilldar hugmynd hjá þér ! :)